Hópur þrjátíu presta íslensku þjóðkirkjunnar gaf í kvöld frá sér samstöðuyfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við fósturfjölskyldu Oscar Anders Florez Bocanegra, kólumbísks drengs sem til stendur að vísa burt frá Íslandi. Í tilkynningunni sögðu prestarnir það samræmast boðskap beggja testamenta Biblíunnar að veita drengnum landvistarleyfi hér á landi.Yfirlýsinguna má lesa í held sinni hér að neðan. > Til þar til bærra stjórnvalda á Íslandi. > Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra. > Forsaga málsins er skv. lýsingu fjölskyldunnar sú að: > Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára drengur frá Kólumbíu, stendur nú frammi fyrir því að vera vísað úr landi í ann