Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Segir frelsun gíslanna ekki mikilvægasta markmiðið

Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels, vakti reiði og hneykslan landa sinna í dag eftir að hann staðhæfði að lausn gíslanna í haldi Hamas væri ekki mikilvægasta markmið Ísraelsstjórnar með stríðinu á Gaza.Smotrich er formaður Þjóðernistrúarflokksins–Trúarlegs zíonisma (Miflaga Datit Leumit – HaTzionut HaDatit), sem er einn nokkurra fjarhægriflokka sem eiga aðild að samsteypustjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra.Í viðtali á útvarpsstöðinni Galay Israel sagði Smotrich að með brottför Joe Biden úr Hvíta húsinu og kjöri Donalds Trump til Bandaríkjaforseta hefði Ísrael öðlast gullið tækifæri til að leysa „Gaza-vandamálið“ í eitt skipti fyrir öll.„Við verðum að segja sannleikann, að endurheimt gíslanna er ekki það mikilvægasta,“ sagði Smotrich. „Það er auðvitað mjög mikilvægt markmið,

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera