Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísraels, vakti reiði og hneykslan landa sinna í dag eftir að hann staðhæfði að lausn gíslanna í haldi Hamas væri ekki mikilvægasta markmið Ísraelsstjórnar með stríðinu á Gaza.Smotrich er formaður Þjóðernistrúarflokksins–Trúarlegs zíonisma (Miflaga Datit Leumit – HaTzionut HaDatit), sem er einn nokkurra fjarhægriflokka sem eiga aðild að samsteypustjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra.Í viðtali á útvarpsstöðinni Galay Israel sagði Smotrich að með brottför Joe Biden úr Hvíta húsinu og kjöri Donalds Trump til Bandaríkjaforseta hefði Ísrael öðlast gullið tækifæri til að leysa „Gaza-vandamálið“ í eitt skipti fyrir öll.„Við verðum að segja sannleikann, að endurheimt gíslanna er ekki það mikilvægasta,“ sagði Smotrich. „Það er auðvitað mjög mikilvægt markmið,