Norðsnjáldra rak á land í Njarðvík við Borgarfjörð eystra. Jakob Sigurðsson, bóndi í Njarðvík, gekk fram á hræið á laugardag. Hann segir það vera hátt í 6 metra á lengd.Jakob er fæddur og uppalinn í Njarðvík og kveðst ekki muna eftir því að þar hafi hval rekið á land áður. Hann segist ekki hafa þekkt tegundina en að hann hafi flett upp í bókinni Íslensk spendýr og komist að því að þarna væri líklega norðsnjáldri. TÍUNDI HVALREKI NORÐSNJÁLDRA VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR Norðsnjáldri er af ætt svínhvala en ef marka má upplýsingar frá Náttúruminjasafni Íslands, síðan síðasta skráða hvalreka norðsnjáldra fyrir fjórum árum, hefur norðsnjáldra aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust.