Patrick Crusius hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir fjöldamorð í verslunarmiðstöð í Texas árið 2019. Árásin var ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna en í henni létust 23.Crusius játaði sök fyrir dómi og viðurkenndi að atlagan hefði beinst sérstaklega að fólki af mexíkóskum uppruna, en árásina framdi hann í bænum El Paso sem er skammt frá landamærunum að Mexíkó.Crusius ók rúma þúsund kílómetra frá Allen nærri Dallas í Texas til El Paso til að fremja árásina. Í skjali sem hann hafði birt á netinu fyrir árásina sagðist hann vera að vernda Texas og Bandaríkin fyrir innrás fólks frá rómönsku Ameríku.Fjöldamorðið var framið í fyrri forsetatíð Donalds Trump og í kjölfar þess skapaðist umræða um hvaða áhrif orðræða forsetans gegn innflytjendum hefði á fylgjendur hans.