Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Funda með nemendum og kennurum Kvikmyndaskólans á morgun

Kvikmyndaskólinn fór í gjaldþrot fyrir mánuði og síðan þá hafa nemendur og starfsmenn einnig verið í óvissu um framhaldið. Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, keypti þrotabúið og vill halda kennslu áfram. Til stendur að halda fund með nemendum Kvikmyndaskólans í fyrramálið.„Við ætlum fyrst og fremst að hvetja þau áfram til þess að klára það sem þau hafa verið að gera og vonumst til þess að þau taki fullan þátt í því og klári sín verkefni þannig þau sem eiga að útskrifast útskrifast og hin ættu þá að vera klár í næstu önn,“ segir Þór Pálsson skólameistari Rafmenntar.Nú lýstu nemendur því yfir á sínum tíma að þau hefðu ekki áhuga á að fara inn í Tækniskólann eins og var verið að skoða, ertu bjartsýnn á að þau séu jákvæðari í ykkar garð?„Þau hafa verið það og kannski fyrst og fremst vegna þ

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera