Á frekar hversdagslegum miðvikudegi í miðri dymbilviku á heimilinu mínu í Bretlandi opnaði ég fréttasíðu BBC. Þar blasti við mér forsíðufrétt að dómstólar þar í landi hafi ákveðið að ég falli ekki lengur undir sama lagaákvæði og aðrar konur innan jafnréttislaga þar í landi. Með dómnum var kveðið á um að ég geti ekki lengur orðið fyrir kvenhatri á vinnustað...