Ingólfur Níels Árnason, íbúi í Róm, segir fregnir af andláti páfa hafa komið mörgum að óvörum þrátt fyrir að páfinn hafi verið við slæma heilsu frá því í febrúar.Fólk hafi eflaust bundið vonir við að hann myndi ná bata eftir að hann kom fram opinberlega á svölum Péturskirkju á páskadag í gær.„Ég var nú bara í Péturskirkjunni í dag og það var bara einhver svona doði yfir öllu,“ segir Ingólfur.Talið er að dánarorsök hans hafi verið heilablóðfall en hann hafði verið við slæma heilsu eftir að hafa lagst á sjúkrahús með lungnabólgu í febrúar. Tæpum sólarhring eftir að páfi hafði birst í páskamessu og hitt varaforseta Bandaríkjanna, lést hann í íbúð sinni í Vatíkaninu. VILDI VERA JARÐAÐUR EINS OG HVER ANNAR MAÐUR Ingólfur segir fólk sjáanlega slegið enda sé kaþólska kirkjan veigamikill hluti