Sameinuðu þjóðirnar segja ástandið á Haíti nálgast algjöran glundroða og ef stjórnvöld nái ekki tökum á ofbeldi glæpagengja fljótlega verði ekki aftur snúið.Hálfgert stjórnleysi hefur ríkt á Haíti undanfarna mánuði vegna yfirgangs glæpagengja. Í fyrra létust 5.600 í átökum glæpagengja og hundruð þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna.Maria Isabel Salvador, erindreki málefna Haíti hjá Sameinuðu þjóðunum, segir landið nauðsynlega þurfa alþjóðlega mannúðaraðstoð.