Úkraínsk sendinefnd fer til Bretlands á miðvikudag til fundar um frið. Á fundinum verða fulltrúar Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna.Þetta tilkynnti Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti á samfélagsmiðlinum X eftir símafund með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Zelensky segir Úkraínu reiðubúna að halda viðræðum áfram með það að markmiði að ná skilyrðislausu vopnahléi og koma á varanlegum friði í Úkraínu.Vladimír Pútín Rússlandsforseti lofaði 30 klukkustunda vopnahléi yfir páskahátíðina. Þrátt fyrir það gerði Rússlandsher árásir á Úkraínu. Zelensky sagði loforð Pútíns fyrir páska enn aðra tilraun hans til að leika sér að mannslífum.Í síðustu viku fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í París um frið í Úkraínu. Eftir fundinn gaf h