Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Kópavogur hættir við miklar gjaldskrárhækkanir vegna sumarnámskeiða

Bæjarráð Kópavogs samþykkti í þarsíðustu viku breytingu á gjaldskrá sumarnámskeiða. Samkvæmt tillögunni átti verð á fyrir heilsdagsnámskeið að hækka úr 12.100 krónum í 18.500 eða um 52 prósent. Þá hækkaði verð fyrir námskeið á smíðavelli úr 9.500 krónum í 14.500, auk þess sem ákveðið var að rukka aukalega 5.000 krónur fyrir smíð á kofa sem gerir alls 105 prósenta hækkun. Vísir greindi fyrst frá.Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir hækkanir hafa verið ákveðnar eftir samtöl við íþróttafélög bæjarins.„Þessi tillaga var lögð fram vegna þess að við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist. Í

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera