Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Eins og pabbi hafi dáið í fjölskyldunni“

Frans páfa var minnst í messu kaþólska safnaðarins í Landakotskirkju í morgun. Stórri mynd af páfa hafði verið komið fyrir framan við altarið og messugestir vottuðu honum virðingu sína.„Hann er eins og pabbi sem deyr í fjölskyldunni,“ segir David Bartimej Tencer biskup kaþólska safnaðarins á Íslandi. Tencer segir að páfi hafi verið maður einfaldleikans og staða fátækra og sjúkra hafi verið honum einkar hugleikin.Hann segir að fyrstu viðbrögð sín, þegar hann frétti af andláti páfa, hafi verið að biðja. „Ég fór í kapellu, kveikti þar á kerti og bað fyrir páfa.“Tencer hitti Frans páfa nokkrum sinnum, í síðasta skiptið í byrjun febrúar þegar hann fór á fund páfa, ásamt öðrum kaþólikkum frá Norðurlöndunum. „Við vorum yfir 1.000 saman, þetta var síðasti stóri hópurinn sem páfinn tók á móti.“ P

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera