Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Forseti Íslands minnist „Pope Francis“

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sendi frá sér samúðarkveðjur vegna andláts Frans páfa í morgun. Þetta gerir hún í færslu á Facebook, en þar vísar hún til páfans sem Pope Francis upp á ensku.„Ég deili einlægum samúðarkveðjum vegna fráfalls Pope Francis,“ skrifar forsetinn.Frans páfi lést í morgun 88 ára að aldri. Hann var fæddur Jorge Mario Bergoglio en tók sér páfanafnið Franciscus á latínu þegar hann var kjörinn páfi árið 2013.Hefð er fyrir því að nöfn páfa, rétt eins og konungborinna, séu staðfærð milli mála og nefnist páfinn Frans á íslensku en Francis á ensku.Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur minnst páfans í morgun. Í færslu sinni segir Halla að heimurinn hafi misst mikilvægan leiðtoga sem hafði kærleika og umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín.Uppfært: Færslu forsetans var breytt efti

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera