Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna dráps á 15 hjálparstarfsmönnum á Gaza í mars. Rauði hálfmáninni sakar Ísraelsmenn um lygar í skýrslu þeirra um atvikið.Atvikið átti sér stað 23. mars. Mennirnir voru drepnir þegar þeir ætluðu að huga að slösuðu fólki og fundust í fjöldagröf nokkru síðar. Ísraelsher sagði fyrst að ógn hefði stafað af mönnunum og þeir ekki merktir sem hjálparstarfsmenn. Þegar myndskeið sem sýndi hið gagnstæða var birt boðaða ísraelsher rannsókn og var niðurstaðan birt gær. Það viðurkenndi herinn mistök, sem hefði leitt til þess að herforingi á staðnum var rekinn. Engin merki sæjust þó um skipulagðar aftökur. Þá hefðu sex vígamenn fallið í árásinni.Rauði hálfmáninn í Palestínu segir skýrsluna fulla af lygum. Nebal Farsakh talsmaður