Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Lína á 80 tungumálum á 80 ára afmælinu

Á sínu áttugasta aldursári var Lína Langsokkur þýdd á nígeríska pidgin-tungu, áttugasta tungumálið sem Lína nær til lesenda með. Bókin „Þekkirðu Línu Langsokk?“ útleggst á tungunni „You Sabi Pippi Longstocking?“ á naija. Tungumálið er byggt á ensku og er algengasta talmálið í Nígeríu.Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti færandi hendi með fyrsta eintakið í leikskóla í borginni Jabi.Þekkirðu Línu Langsokk kom út á frummálinu árið 1947. Hún inniheldur safn ævintýra úr fyrstu bókinni um Línu sem kom út tveimur árum áður.Afmæli Línu Langsokks er jafnan haldið hátíðlegt 21. maí, sama dag og Karin Lindgren, dóttir höfundarins Astrid Lindgren, á afmæli. Karin fékk fyrsta handritið sem móðir hennar skrifaði um Línu að gjöf þegar hún var lasin.Áttræðisafmæli Línu Langsokks verður fagnað allt þetta

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera