Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest þá ákvörðun Hvalfjarðarsveitar að synja landeiganda og íbúa í sveitarfélaginu um leyfi til að reisa litla virkjun í Kúhallará sem er að hluta á landi íbúans. Vildi hinn ósátti íbúi meðal annars meina að honum hefði verið tjáð af starfsmanni Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags að ekki hafi verið rétt Lesa meira