Passíusálmarnir fluttir í Hallgrímskirkju
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í dag föstudaginn langa, venju samkvæmt.Lesturinn stendur frá kl. 13 til 18.30.Lesarar að þessu sinni eru þau Ágústa Þorbergsdóttir, málfræðingur og ritstjóri á Árnastofnun, Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, Svanhildur Óskarsdóttir, bókmenntafræðingur og sérfræðingur á Árnastofnun og Þóra Karítas Árnadóttir, leikkona, leikstjóri og rithöfundur.Steinunn Jóhannesdóttir, leikkona og rithöfundur, hefur umsjón með flutningnum.Organistar Hallgrímskirkju, Björn Steinar Sólbergsson og Steinar Logi Helgason leika orgeltónlist tengda Passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar og Jóna G. Kolbrúnardóttir syngur útsetningar Smára Ólasonar á passíusálmalögunum.Guðsþjónusta verður í Hallgrímskirkju klukkan 11 og