Konan einnig grunuð um að hafa veitt móður sinni áverka
Kona, sem er í gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að andláti föður síns í Garðabæ á föstudag, er einnig talin hafa veitt móður sinni áverka. Lögregla verst allra fregna af málinu.Konan, sem er á þrítugsaldri, var handtekin á heimili sínu og foreldra sinna á föstudag. Faðir hennar var þar meðvitundarlaus og þungt haldinn og fluttur á Landspítalann, þar sem endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.Konan er talin hafa átt aðild að andláti föður síns, en bráðabirgðaniðurstöður úr krufningu liggja þó enn ekki fyrir.Þá herma heimildir að konan sé einnig grunuð um að hafa veitt móður sinni áverka. Maðurinn var áttræður þegar hann lést, fæddur árið 1945.Lögregla tjáir sig ekki um rannsókn málsins og vísar í tilkynningu sem send var á sunnudag, þar sem segir að konan hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhal