Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu atvinnuvegaráðuneytinu í dag athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald þar sem meðal annars eru færð rök fyrir því að drögin gangi í berhögg við stjórnarskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFS.Þar segir að stjórnvöld hafi í litlu reynt að átta sig á íþyngjandi áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja, fólks og sveitarfélaga áður en drögin voru birt.Drög að frumvarpi um hækkun veiðigjalds voru kynnt með nokkurri viðhöfn þann 25. mars. Á blaðamannafundi þeirra Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra kom fram að ríkisstjórnin ætlaði að breyta viðmiðum á aflaverðmæti svo að veiðigjöld endurspegli betur raunverulegt aflaverðmæti. Með þeim breytingum hefði v