Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem fagnar í dag 95 ára afmæli, segir í yfirlýsingu í tilefni dagsins að árin sextán á forsetastóli hafi verið eitt af ævintýrum lífs hennar. Hún minnist sérstaklega á verðmætin sem liggja í íslenskri menningu og náttúru. > Þessi verðmæti eru okkur svo mikilvæg og nátengd, að við leiðum ekki hugann að þeim daglega. Hennar heitasta ósk sé að íslenska þjóðin beri gæfu til þess að standa vörð um náttúru og íslenska tungu um ókomin ár.Yfirlýsing Vigdísar í heild er svohljóðandi:Eitt af ævintýrum lífs míns fólst í því að gegna æðsta og virtasta embætti þjóðarinnar um sextán ára skeið. Á þeirri vegferð varð mér tíðrætt um þau sameiginlegu verðmæti, sem fólgin eru í okkar fagra landi og þeirri menningu sem mannlíf hefur þróað hér í aldanna rás