Öll börn sem verða átján mánaða eða eldri 1. september og eru með umsókn í borgarrekna leikskóla hafa fengið boð um vistun. Þá var hægt að verða við óskum hjá flestum sem sóttu um flutning á milli leikskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Einnig segir að yngri börnum sem eru í forgangi um úthlutun verið boðin vistun. Foreldrar 2081 barns hafa fengið boð og þegið vistun í borgarregkna og sjálfstætt starfandi skóla, og 1778 börnum verið úthlutað plássi í leikskóla á vegum borgarinnar. Í tilkynningunni segir að 165 pláss muni bætast við í haust og að boðið verði í þau eftir því sem gengur að manna í lausar stöður. Ný pláss bætist við leikskólana Klettaborg og Klambra. Hægt verði að taka við fleiri börnum þegar framkvæmdum ljúki í Hálsaskógi, Brákarborg og gömlu Garðaborg