Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Kínverjar stöðva sendingar frá Boeing

Kínversk flugfélög mega ekki lengur taka við sendingum frá bandaríska flugfélaframleiðandanum Boeing. Þetta hefur fréttavefurinn Bloomberg eftir heimildum.Kína og Bandaríkin hafa átt í hörðu tolla- og viðskiptastríði síðan Donald Trump tók við sem Bandaríkjaforseti í janúar. Trump hefur sett allt að 145% innflutningstolla á vörur frá Kína en ákvað reyndar um helgina að raftæki væru undanþegin tollunum. Stjórnvöld í Kína hafa svarað því með 125% tolla á innflutning frá Bandaríkjunum.Í frétt Bloomberg kemur líka fram að kínversk stjórnvöld hafi líka skipað flugfélögunum að hætta að kaupa búnað í flugvélar frá bandarískum fyrirtækjum. Þá segir einnig að stjórnvöld í Kína séu að íhuga stuðning til þeirra flugfélaga sem hafi leigt vélar frá Boeing og standi því frammi fyrir auknum útgjöldum veg

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera