Töluverð umræða skapaðist um fyrirkomulag á endurgreiðslum til sjónvarps- og kvikmynda í tengslum við sjónvarpsþáttaröðina True Detective sem tekin var upp hér á landi. Lögum um endurgreiðslur var breytt, meðal annars til að greiða götu verkefnisins en breytingin gerði það að verkum að heimilt var að endurgreiða 35 prósent af framleiðslukostnaði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þessi tímabundna breyting á að falla úr gildi í lok desember.Alls nam endurgreiðslan vegna True Detective fjórum milljörðum; þættirnir hlutu einróma lof gagnrýnenda og Jodie Foster, sem lék aðalhlutverkið fékk bæði Emmy og Golden Globe verðlaun fyrir frammistöðu sína. ENDURGREIÐSLUR AUKIST OG ÁHUGINN EKKI DVÍNAÐ Endurgreiðslur til sjónvarps og kvikmyndaverkefna hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár.Þær voru rúmur