Stór aðgerð tyrknesku lögreglunnar gegn skipulagðri glæpastarfsemi í morgun leiddi til þess að 234 voru handteknir. Níu þeirra voru teknir erlendis.Þeir handteknu eru grunaðir um fíkniefnasmygl til Evrópu og peningaþvætti. 21 tonn af fíkniefnum var gert upptækt í aðgerðunum. Að sögn Ali Yerlikaya innanríkisráðherra Tyrklands skipulögðu glæpasamtökin smygl á kókaíni frá Suður-Ameríku, heróíni frá Íran og Afganistan og kannabisefnum gegnum Balkanlöndin.