Donald Trump Bandaríkjaforseti segir bæði Joe Biden fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu ábyrga fyrir stríðinu í Úkraínu. Trump hefur áður kennt Úkraínumönnum um að hafa hafið stríðið.Ummælin féllu daginn eftir mannskæða árás Rússa á borgina Sumy sem drap 35 og særði 117. Engin árás Rússa á þessu ári hefur drepið jafn marga óbreytta borgara. Rússar segja að árásin hafi beinst að fundi úkraínskra hermanna og að 60 þeirra hafi fallið. „Það er ekki hægt að hefja stríð við 20 sinnum stærri þjóð og vona svo að aðrir gefi manni eldflaugar,“ sagði Trump í samtali við fréttamenn á lóð Hvíta hússins í gærkvöld.Fyrr þennan sama dag hafði Trump talað með öðrum hætti og sagt að árásin væri hræðileg. Þá sagði hann að Vladimír Pútín forseti Rússlands væru ásamt Biden og Ze