Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, fagnar 95 ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins er þjóðinni boðið á sýninguna Ljáðu mér vængi: Ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu.Í dag verður sýningin Skrúði Vigdísar líka opnuð á neðri hæð hússins en þar má sjá hátíðarklæðnað Vigdísar.Frír aðgangur er að sýningunum dagana 15.-17. apríl.Vigdís braut blað í sögu kvenréttinda þegar hún var kjörin forseti árið 1980, en hún var þar með fyrst kvenna til að vera lýðræðislega kjörinn þjóðarleiðtogi.