Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Stærsti skjálftinn við Grjótárvatn frá því aukin virkni fór að mælast í Ljósufjallakerfi

Jarðskjálfti reið yfir klukkan átta í dag við Grjótárvatn á Mýrum. Fyrsta mat Veðurstofunnar er að hann hafi verið 3,7 að stærð.Þetta er stærsti skjálftinn sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu frá því aukin virkni fór að mælast þar árið 2021.Steinunn Helgadóttir, náttúruvársfræðingur á Veðurstofu, segir að einn jarðskjálfti hafi riðið yfir og því sé ekki um skjálftahrinu að ræða. Þó sé mögulegt að einhver eftirskjálftavirkni verði á svæðinu. Áfram sé fylgst með þróun mála.Skjálftinn átti upptök sín á talsverðu dýpi eða um 15 kílómetrum undir yfirborðinu. Jarðskjálftar í og við Ljósufjallakerfið eiga yfirleitt upptök sín á um 12 til 20 kílómetra dýpi.Engin aflögun á yfirborði hefur mælst á svæðinu og segir Steinunn skjálftann benda til þess að áframhaldandi virkni sé á svæðinu.Búast má við

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera