Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Flóð og stormar höfðu áhrif á yfir 400 þúsund manns í Evrópu árið 2024

Umfangsmikil og tíð flóð í Evrópu á liðnu ári höfðu áhrif á rúmlega 400.000 manns, samkvæmt nýrri skýrslu Kópernikusaráætlunar Evrópusambandsins. Síðasta ár var það heitasta frá upphafi mælinga.Samkvæmt skýrslu Kópernikusar voru alvarlegustu flóðin í Mið-Evrópu í september, þar sem yfir tuttugu létust, og austanvert á Spáni í október, þar sem fleiri en 230 létust. Alls létust 335 í flóðum í Evrópu á liðnu ári.Í Valencía á Spáni féllu met í samfelldri rigningu og mældist hún mest 771,8 mm á 24 klukkutíma tímabili. Það er næstmesta rigning sem mælst hefur á Spáni.Þá voru einnig tíðir skógareldar í Evrópu, þar á meðal í Portúgal, þar sem yfir 1100 ferkílómetrar af skógi urðu eldi að bráð.Rannsóknir benda til þess að loftslagshlýnun hafi valdið því að flóðin voru jafn alvarleg og raun ber vitn

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera