Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Vill stuðla að fjölbreytni með því að líta til fleiri þátta en einkunna

Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr mennta- og barnamálaráðherra, hyggst breyta lögum þannig að horft sé til fleiri þátta en einkunna þegar nemendur eru valdir inn í framhaldsskóla. Þannig megi skólarnir velja inn nemendur með síðri einkunnir, fram yfir þá sem eru með betri einkunnir. Þetta segir Guðmundur Ingi í viðtali á mbl.is í dag.Í viðtalinu er vísað til þess að ríkisstjórnin boði stórsókn í menntamálum en ætli á sama tíma að skera niður um einn og hálfan milljarð króna í málaflokknum á næstu fimm árum. Guðmundur Ingi segir að þetta sé ekki niðurskurður, heldur hagræðing. Fara verði vel með skattfé. Í frumvarpi ráðherrans um breytingu á lögum um framhaldsskóla segir að með því að taka inn nemendur á öðrum forsendum en námsárangri sé stuðlað að fjölbreytni í nemendahópnum. Guðmundur Ingi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera