„Þetta var síðasta ósk ömmu Siggu til mín, að spila í jarðarförinni hennar. Mamma sagði mér frá því. Fyrst hugsaði ég að þetta væri erfitt, en ég vildi að gera þetta fyrir hana,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Ketill Ágústsson sem flutti hjartnæma útgáfu af lagi Bubba Morthens, „Kveðja“, þegar hann kvaddi móðurömmu sína í hinsta sinn.