Sagan kennir okkur stöðugt að við erum léleg í að spá. Við getum í raun ekki spáð af neinu viti. Í gegnum tíðina gerast stöðugt atburðir sem við áttum ekki von á og við þurfum að bregðast við. Línulegar spár um afkomu fyrirtækja eru eiginlega alltaf úreldar um leið og þær eru gerðar.