Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Á ferð með mömmu er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Landsdómnefndir í norrænu löndunum fimm hafa að venju tilnefnt eina kvikmynd í hverju landi til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Til þess að teljast gjaldgeng verður kvikmyndin að hafa verið frumsýnd á milli 1.júlí 2022 og 30. júní 2023 og teljast til listrænt mikilvægra, norrænt framleiddra kvikmynda í fullri lengd sem gefnar hafa verið út í kvikmyndahúsum. Kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, er sú íslenska kvikmyndi tilnefnd að þessu sinni.Verðlaunaféð er að upphæð 300 þúsund danskar krónur sem samsvarar 41 þúsund evrum og því er skipt á milli leikstjóra verðlaunakvikmyndarinnar, handritshöfunda og framleiðanda.Vinningsmyndin verður tilkynnt þriðjudaginn 31. október 2023 á þingi Norðurlandaráðs í Osló.Á ferð með mömmu segir frá því þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta