Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

HSÍ beri skylda til að hlusta á kvennalandsliðið

Formaður Handknattleikssambands Íslands, Jón Halldórsson, segir sambandinu bera skylda til að hlusta á sjónarmið kvennalandsliðsins og taka afstöðu til þeirra. Landsliðið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þær fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum.Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir það í höndum alþjóðasérsambanda að taka afstöðu til mála sem þessa og að sambandið fylgi almennt stefnu stjórnvalda og nágrannalanda í þeim efnum.Kvennalandsliðið í handbolta sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir umspilsleiki gegn Ísrael í vikunni þar sem leikmenn skora á HSÍ og ÍSÍ að koma reynslu sinni á framfæri við viðeigandi alþjóðasambönd og fara fram á að Ísrael verði meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttaviðburðum meðan á hernaði þe

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera