Nú þegar sumarið er gengið í garð lifnar náttúran við og má þá merkja ýmsar breytingar á henni frá fyrri árum. Stangveiðileiðsögumaður í Húnavatnssýslu hefur tekið eftir miklu hruni í kríustofni á svæðinu en segist hins vegar aldrei hafa séð jafn mikið af rjúpu.