Greta Thunberg um borð í flugvélinni.Skjáskot / Utanríkisráðuneyti ÍsraelsGreta Thunberg, sem Ísraelsmenn handtóku ásamt öðrum aðgerðasinnum um borð í bát sem var á leið til Gaza, er lögð af stað til Svíþjóðar í flugi. Utanríkisráðuneyti Ísraels tilkynnti þetta í morgun. Með fylgdi mynd af Thunberg um borð í flugvél. Henni var vísað úr landi.Sex franskir aðgerðasinnar voru einnig handteknir. Fimm þeirra verða leiddir fyrir dómara í dag þar sem þeim verður væntanlega vísað úr landi. Sá sjötti ákvað að yfirgefa Ísrael af fúsum og frjálsum vilja.