Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Thunberg á leið til Svíþjóðar

Greta Thunberg um borð í flugvélinni.Skjáskot / Utanríkisráðuneyti ÍsraelsGreta Thunberg, sem Ísraelsmenn handtóku ásamt öðrum aðgerðasinnum um borð í bát sem var á leið til Gaza, er lögð af stað til Svíþjóðar í flugi. Utanríkisráðuneyti Ísraels tilkynnti þetta í morgun. Með fylgdi mynd af Thunberg um borð í flugvél. Henni var vísað úr landi.Sex franskir aðgerðasinnar voru einnig handteknir. Fimm þeirra verða leiddir fyrir dómara í dag þar sem þeim verður væntanlega vísað úr landi. Sá sjötti ákvað að yfirgefa Ísrael af fúsum og frjálsum vilja.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera