Icelandair hefur nú sett vaxandi þunga í markaðssetningu og ferðir til Grænlands og Færeyja, en félagið hóf í síðustu viku Grænlandsflug á Boeing 737 MAX 8, sem tekur 160 manns í sæti. Hefur félagið hingað til flogið til og frá Nuuk á 37 sæta Dash 8 Q200, og munar því um minna.