Rafmagnslaust er á Suðurlandi þar sem Hvolsvallarlína 1 leysti út. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er rafmagnslaust á Hellu, Hvolsvelli, Rimakoti, Vestmannaeyjum og nærsveitum.Unnið er að því að koma rafmagni aftur á, segir í tilkynningu á vef Landsnets.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að verið sé að greina hvað gerðist. Ómögulegt er að segja á þessu stigi hversu langan tíma það tekur að koma rafmagni aftur á. Verið er að keyra upp varaafl í Vestmannaeyjum.Fréttin verður uppfærð.