Níu eru látnir af völdum skotárásar á gagnfræðaskóla í Graz í Austurríki í morgun, auk árásarmannsins sjálfs. Austurrískir fjölmiðlar höfðu áður sagt að minnst fimm séu látnir en Kronen Zeitung sagði þá vera að minnsta kosti átta og að yfir 10 væru særðir.Elke Kahr borgarstjóri í Graz segir að sjö af hinum látnu séu nemendur. Árásarmaðurinn svipti sig lífi á salerni í skólanum.Kronen Zeitung segir vitni hafa heyrt um 20 skothvelli inni í skólanum. Hann er við Dreierschützengasse í norðvesturhluta borgarinnar, skammt frá aðaljárnbrautarstöðinni.Fréttin var uppfærð kl. 9:54 með nýjum upplýsingum um fjölda látinna, og aftur kl. 10:50 með frekari upplýsingum.