Írska lögreglan stóði fyrir skipulagðri leit að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense-garðinum í Dyflinni í apríl, rúmum sex árum eftir hvarf Jóns Þrastar.Rannsókn málsins hefur lítið sem ekkert miðað áfram frá því björgunarsveit kembdi leitarsvæði í borginni í byrjun mars 2019 og ábending barst um að Jón Þröstur hefði mögulega ferðast með leigubíl.Ítarlega var fjallað um hvarf Jóns Þrastar í hlaðvarpsþáttaröðinni Hvar er Jón? / Where is Jón? – samstarfsverkefnis írska ríkisútvarpsins RTÉ og RÚV. Í lokaþættinum, sem kom út í mars, er fjallað um tvö nafnlaus bréf með ábendingum um að Jón væri grafinn í garðinum sem bárust írsku lögreglunni með árs millibili.Bréfin, auk annarra ábendinga, leiddu til þess að leitað var í garðinum á ný. Síðast var leitað þar í febrúar 2024, fimm