Norðaustlæg átt verður á landinu í dag og víða á bilinu 8 til 15 metrar á sekúndu. Snjókoma eða slydda með köflum á Norður- og Austurlandi. Dregur úr ofankomu norðvestanlands með morgninum. Þó má búast við einhverjum éljum þar í dag. Þurrt að mestu sunnan heiða. Hitastig verður frá frostmarki norðaustantil upp í 9 stig við suðurströndina. Á morgun verður svipað veður snjókomubakki gengur inn yfir Austurland. Þar má búst við talsverðri ofankom fram eftir degi. Norðan kaldi eða strekkingur á fimmtudaginn og él um landið norðanvert. Á föstudegi og laugardegi er gert ráð fyrir hæglætis veðri um mest all landið. fr_20210914_164831.jpgRÚV / Guðmundur Bergkvist